„Þetta er bara frábært. Við spiluðum þennan leik ótrúlega vel miðað við aðstæður, völlurinn var frosinn. Draumurinn er að rætast og við erum búin að rústa Íslandsmótinu næsta sumar. Það þarf að gera þriggja vikna frí á meðan við förum til Finnlands en þetta verður bara gaman,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í leikslok í sjónvarpsviðtali á RÚV.
„Við höfum lagt mikið á okkur sem lið undanfarin tvö ár. Allir leikmenn sem hafa tekið þátt í leikjunum hafa staðið sig vel, þeir eru fjölmargir. Sumir meiddir og aðrir komast ekki í hópinn í dag. En það hafa allir staðið sig sem einn maður,“ bætti þjálfarinn við.