Ítalska knattspyrnuliðið Siena vill fá Brasilíumanninn Ronaldo til liðs við sig. Það er reiðbúið að gera við hann samning sem felur í sér að Ronaldo fái 100.000 evrur fyrir hvert mark sem hann skorar sem jafngildir um 15 milljónum íslenska króna.
,,Ég hef rætt við umboðsmann hans og samningurinn sem við erum tilbúnir að gera við hann hljóðar upp á að hann fái 100.000 evrur fyrir marki. Mörkin hans Ronaldo gætu bjargað Siena,“ segir Giovanni Lombardi, forseti Siena, við ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport.
Ronaldo, sem er 32 ára gamall, er að jafna sig eftir erfið hnémeiðsli. Hann er samningslaus og getur því farið án greiðslu til hvaða liðs sem er en síðast var Brasilíumaðurinn á mála hjá AC Milan.