Barcelona á sigurbraut

Lionel Messi atgangsharður upp við mark Malaga en Argentínumaðurinn snjalli …
Lionel Messi atgangsharður upp við mark Malaga en Argentínumaðurinn snjalli skoraði eitt mark í kvöld. Reuters

Barcelona hélt sigurgöngu sinni áfram í kvöld en liðið gerði góða ferð til Malaga og lagði heimamenn, 4:1, í spænsku 1. deildinni. Xavi skoraði tvö marka Börsunga, Lionel Messi eitt og það fjórða var sjálfsmark en leikið var við erfiðar aðstæður þar sem völlurinn var á floti eftir mikið vatnsveður.

Eiður Smári Guðjohnsen var fjarri góðu gamni í liði Barcelona fimmta leikinn í röð en hann meiddist sem kunnugt er í landsleiknum við Makedóníu í síðasta mánuði.

Villareal vann einnig góðan útisigur en liðið burstaði Bilbao, 4:1. Giuseppe Rossi, Robert Pires, Santi Cazorla  Gazorla og Jozy Altidore gerðu mörkin fyrir Villareal sem er til alls líklegt í ár en liðið hefur enn ekki beðið ósigur í deildinni á tímabilinu.

Hinn magnaði Argentínumaður Sergio Agurero skoraði bæði mörk Atletico Madrid sem vann góðan 2:0 sigur á Mallorca á heimavelli sínum.

Barcelona er með 22 stig í efsta sæti, Villareal 21, Valencia 20 og Real Madrid 19 en tvö síðastnefndu liðin eiga leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert