Einn nýliði í íslenska landsliðinu sem mætir Möltu

Íslenska landsliðið á æfingu í síðasta mánuði.
Íslenska landsliðið á æfingu í síðasta mánuði. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu,hefur valið íslenska landsliðshópinn sem mætir Möltu í vináttuleik í næstu viku. Einn nýliði er í hópnum en það er Garðar Jóhannesson, framherji norska liðsins Fredrikstad. Ólafur gefur nokkrum leikmönnum frí og þar má nefna Eið Smára Guðjohnsen, Brynjar Björn Gunnarsson og Kristján Örn Sigurðsson.

Landsliðshópurinn lítur þannig út:

Markverðir:

Árni Gautur Arason, Odd Grenland

Gunnleifur Gunnleifsson, HK

Varnarmenn:

Hermann Hreiðarsson, Portsmouth

Indriði Sigurðsson, Lyn

Grétar Rafn Steinsson, Bolton

Bjarni Ólafur Eiríksson, Val

Sölvi Geir Ottesen, Sönderjysk

Hallgrímur Jónasson, Keflavík

Miðjumenn:

Emil Hallfreðsson, Reggina

Birkir Már Sævarsson, Brann

Aron Einar Gunnarsson, Coventry

Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk

Helgi Valur Daníelsson, Elfsborg

Arnór Smárason, Hereenveen

Guðmundur Steinarsson, Keflavík

Sóknarmenn:

Heiðar Helguson, Bolton

Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk

Garðar Jóhannsson, Fredrikstad

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert