Ísland tekur stórt stökk upp á við

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, og lærisveinar hans sækja í …
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, og lærisveinar hans sækja í sig veðrið á styrkleikalista FIFA. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla hækkar um 21 sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í morgun. Ísland er nú í 82. sæti listans og í 38. sæti af 53 þjóðum á Evrópulistanum. Á honum hækkar Ísland sig um fimm sæti. 

FIFA reiknar mánaðarlega út þennan lista sinn. Sem fyrr eru Evrópumeistarar Spánverja í efsta sæti en Þjóðverjar hafa sætaskipti við  heimsmeistara Ítali og eru nú í öðru sæti. Ítalir falla niður í þriðja sæti og Hollendingar færast upp í fjóra sæti á kostnað Brasilíu sem fellur niður í fimmta sætið.

Englendingar færast upp um fjögur sæti og eru nú á nýjan leik komnir inn í hóp tíu efstu þjóða. 

Hér er hægt að skoða listann í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert