Jose Mourinho, stjóri Inter Milano á Ítalíu, reiddist heiftarlega í beinni útsendingu í viðtali við íþróttafréttamanninn Mario Sconcerti á Sky Italia sjónvarpsstöðinni, eftir leik liðs síns gegn Udinese á sunnudag.
Sconcerti var með Mourinho í viðtali þegar hann spurði um samanburðinn við fyrirrennara sinn, Roberto Mancini, sem var rekinn frá liðinu þrátt fyrir að stýra liði Inter til sigurs í deildinni þrjú ár í röð. Slíkur samanburður hefur verið mikið á lofti á Ítalíu, því Mourinho þykir undir mikilli pressu að ná árangri í öllum keppnum, ellegar verða rekinn.
Mourinho: „Ég veit af hverju þú spyrð um þetta, mér hefur verið sagt að þú sért góðvinur Mancini!“
Sconcerti: „Ég er vinur allra, jafnvel þín!“
Mourinho: „Þú ert enginn vinur minn. Ég er þjálfari. Ég þarf ekki að standa hérna og hlusta á þig tala í tvo tíma,“ sagði Mourinho bálreiður.
Hægt er að sjá myndbandið hér:
http://www.youtube.com/watch?v=QF7bTccabtQ