Barcelona vann í kvöld sinn níunda leik í röð í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði Recreativo Huelva á útivelli, 2:0. Katalóníuliðið náði þar með þriggja stiga forskoti á Villarreal á toppi deildarinnar.
Lionel Messi kom Barcelona yfir á 51. mínútu og Seydou Keita innsiglaði sigurinn með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Að auki áttu Börsungar tvö sláarskot í síðari hálfleiknum.
Eiður Smári Guðjohnsen var meðal varamanna Barcelona en kom ekki við sögu í leiknum.