Gunnleifur í markinu á Möltu

Gunnleifur Gunnleifsson
Gunnleifur Gunnleifsson mbl.is/hag

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum við Möltu í dag. Arnór Smárason er í fyrsta sinn í byrjunarliði, Gunnleifur Gunnleifsson er í markinu og Heiðar Helguson verður fremstur.

Sölvi Geir Ottesen leikur sinn fyrsta landsleik í þrjú ár og fer í beint í byrjunarliðið en hann er miðvörður við hlið Hermanns Hreiðarssonar, fyrirliða. Helgi Valur Daníelsson er í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í tæp þrjú ár.

Byrjunarliðið (4-5-1):
Markvörður: Gunnleifur Gunnleifsson
Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson
Vinstri bakvörður: Indriði Sigurðsson
Miðverðir: Hermann Hreiðarsson, fyrirliði og Sölvi Geir Ottesen
Tengiliðir: Helgi Valur Daníelsson og Aron Einar Gunnarsson
Hægri kantur: Arnór Smárason
Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson
Sóknartengiliður: Veigar Páll Gunnarsson
Framherji: Heiðar Helguson

Leikurinn hefst klukkan 13.30 að íslenskum tíma og fer fram á Hibernians Ground í bænum Paola, ekki á Ta'Qali, þjóðarleikvangi Möltubúa. Þetta er aðeins þriðji landsleikurinn á 25 árum sem er ekki leikinn á Ta'Qali.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert