Sigurður rekinn frá Djurgården

Sigurður Jónsson fékk í kvöld reisupassann frá Djurgården.
Sigurður Jónsson fékk í kvöld reisupassann frá Djurgården. mbl.is/JONAS EKSTRÖMER

Sigurður Jónsson var í kvöld rekinn úr starfi sem þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgården sem og aðstoðarmaður hans, Paul Lindholm. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið á dögunum að hann reiknaði alveg með því að fá sparkið og stjórn Djurgården komst að þeirri niðurstöðu í kvöld.

Sigurður átti eitt ár eftir af samningi sínum við liðið. Á síðustu leiktíð hafnaði liðið í fjórða sæti og var í baráttunni um sænska meistaratitilinn allt fram að síðustu umferð deildarinnar en í ár gekk liðinu ekki sem skyldi. Það tapaði fimm síðustu leikjum sínum í deildinni og endaði í tólfta sæti af sextán liðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert