Ásta Árnadóttir á leið til Svíþjóðar

Ásta Árnadóttir þarf að fara æfa sig í sænskunni, en …
Ásta Árnadóttir þarf að fara æfa sig í sænskunni, en hún mun spila með liði Tyresö næsta tímabil. mbl.is/Valdís

Bakvörðurinn knái hjá Val, Ásta Árnadóttir, mun leika með liði Tyresö í sænsku 1. deildinni í knattspyrnu næsta tímabil, en þetta staðfesti hún við mbl.is.

Ásta er 25 ára gömul og hefur leikið með liði Vals síðan 2004, auk þess að vera fastamaður í landsliði Íslands.

Lið Tyresö er staðsett í útjaðri Stokkhólms og ætlar sér stóra hluti næsta tímabil og hefur sankað að sér leikmönnum undanfarið, þar af tveimur bandarískum stúlkum. Ásta mun skrifa undir eins árs samning við liðið á morgun, en hún heldur út til Svíþjóðar í janúar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert