Margrét Lára Viðarsdóttir og Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið valin knattspyrnukona og knattspyrnumaður ársins af Knattspyrnusambandi Íslands. Þetta þriðja árið í röð sem Margrét Lára verður fyrir valinu og í fjórða sinn á síðustu fimm árum sem Eiður Smári hreppir hnossið í karlaflokki.
Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum.
Í öðru sæti í kvennaflokki varð Hólmfríður Magnúsdóttir og Dóra María Lárusdóttir hlaut þriðja sætið.
Veigar Páll Gunnarsson varð annar á eftir Eiði Smára. Grétar Rafn Steinsson hafnaði í þriðja sæti.
Nánar fjallað um kjörið á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands.