„Stefnan að sjálfsögðu sett á meistaratitilinn“

Stefán Gíslason t.v.
Stefán Gíslason t.v. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Það hefur orðið mikill viðsnúningur hjá Stefáni Gíslasyni og félögum hans í danska úrvalsdeildarliðinu Brøndby. Nú þegar vetrarfrí er skollið á trónar Brøndby á toppi deildarinnar en á sama tíma fyrir ári var það á meðal neðstu liða. Það var þá í næstneðsta sæti en endaði síðan tímabilið í áttunda sæti.

„Það er óhætt að segja að mikill munur sé á liðinu á þessu tímabili og í fyrra. Það varð ákveðin hreingerning og hún var svona að byrja þegar ég kom til liðsins sumarið 2007,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið í gær. 


Stefán var að pakka niður þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann heldur í dag ásamt fjölskyldu sinni til Dubai þar sem þau ætla að dvelja í 10 daga áður en haldið verður heim til Íslands í jólafrí.

Ítarlegt viðtal er við Stefán í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert