Stefán Gíslason átti mark ársins í Danmörku

Stefán Gíslason - mark ársins.
Stefán Gíslason - mark ársins. mbl.is/Kristinn

Stefán Gíslason, fyrirliði Bröndby og landsliðsmaður Íslands, skoraði mark ársins í dönsku knattspyrnunni 2008, en það var niðurstaðan í kjöri Danmarks Radio sem var kynnt á stórri hátíð í kvöld.

Stefán skoraði markið með ótrúlegu skoti af 25 metra færi í leik með Bröndby gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í maímánuði. Hann stökk þá upp og "klippti" boltann á lofti, með hálfgerðu karatesparki og sendi hann rakleitt uppí markvinkilinn hægra megin. DR tilnefndi markið sem eitt af sjö fallegustu mörkum ársins og það hreppti efsta sætið eins og kunngjört var í kvöld.

"Ég held að ég toppi ekki þetta mark það sem eftir lifir ferilsins," sagði Stefán í viðtali við Morgunblaðið þann 11. desember sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert