Birkir samdi við Viking á ný

Birkir Bjarnason
Birkir Bjarnason Kristinn Ingvarsson

Birkir Bjarnason hefur framlengt samningi sínum við norska úrvalsdeildarliðið Viking frá Stavanger og gildir samningur hans til vorsins 2011. Birkir, sem er tvítugur, var í láni hjá úrvalsdeildarliðinu Bodö/Glimt á síðustu leiktíð þar sem hann lék 22 leiki og skoraði 5 mörk.

„Það er gott að fá þessa hluti á hreint og ég þarf því ekki að eyða orku í að hugsa um framhaldið. Núna þarf ég að berjast fyrir sæti í liðinu,“ segir Birkir m.a. í viðtali á heimasíðu Viking.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka