Reykjavíkurmót karla í knattspyrnu hófst í kvöld þar sem Reykjavíkurmeistarar ÍR gerðu sér lítið fyrir og lögðu Valsmenn, 3:2. Erlingur Jack Guðmundsson, Guðfinnur Ómarsson og Valur Úlfarsson komu ÍR-ingum í 3:0 en Ian Jeffs minnkaði muninn fyrir Valsmenn með tveimur mörkum. Helgi Sigurðsson fékk gullið tækifæri til að jafna en hann skaut í stöng úr vítaspyrnu undir lok leiksins.