David Beckham skoraði sitt fyrsta mark fyrir AC Milan í dag, þegar liðið bar sigurorð af Bologna á útivelli, 4:1, í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu.
Það var Maco di Vaio sem kom heimamönnum yfir, en Clarence Seedorf jafnaði metin. Það var síðan Kaká sem kom gestunum yfir með tveimur vítaspyrnum áður en Beckham rak smiðshöggið á sigur AC Milan með hnitmiðuðu skoti í nærhornið uppi, hægra megin í vítateignum, eftir skyndisókn og sendingu frá Seedorf.
Milan er sem fyrr í 3. sæti A-deildarinnar, þremur stigum á eftir Inter Mílanó og Juventus, en Inter leikur í kvöld gegn Sampdoria og getur aukið forystu sína á toppnum.
Önnur úrslit á Ítalíu voru þessi:
Genoa - Catania 1:1
Lazio - Cagliari 1:4
Lecce - Torino 3:3
Palermo - Udinese 3:2
Napoli - Roma 0:3
Siena - Atalanta 1:0