Messi hetja Barcelona

Messi var hetja Börsunga í kvöld.
Messi var hetja Börsunga í kvöld. Reuters

Lionel Messi kom Barcelona til bjargar í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið sigraði Racing Santander á útivelli, 2:1, í kvöld. Heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik með marki frá Zigic úr vítaspyrnu. Lionel Messi var sendur inná völlinn eftir klukkutíma leik og hann jafnaði metin á 64. mínútu og skoraði sigurmarkið 10 mínútum fyrir leikslok.

Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu sjö mínúturnar fyrir Börsunga sem endurheimtu 12 stiga forskot á toppi deildarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert