Fer Rajcomar til KR?

Prince Rajcomar í baráttu við Valsmanninn Atla Svein Þórarinsson.
Prince Rajcomar í baráttu við Valsmanninn Atla Svein Þórarinsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

KR-ingar eru á höttunum eftir hollenska knattspyrnumanninum Prince Rajcomar. Að því er fram kemur á netmiðlinum fotbolti.net kom Rajcomar til landsins í dag til viðræðna við KR-inga og staðfestir Rúnar Kristinsson yfirmaður knattspyrnumála hjá KR það í samtali við netmiðilinn.

Rajcomar náði samkomulagi við Breiðablik um riftun á samningi í vikunni og er hann þar með laus allra mála en hann kom til Kópavogsliðsins fyrir tímabilið 2007. Hann kom við sögu í 18 leikjum Blikanna í Landsbankadeildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim 7 mörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert