Viktor Bjarki úti í kuldanum

Viktor Bjarki Arnarsson.
Viktor Bjarki Arnarsson. mbl.is/seth

Henning Berg, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström í knattspyrnu, ætlar ekki að taka Viktor Bjarka Arnarsson með í æfingaferð liðsins til La Manga á Spáni. Viktor Bjarki er einn af fjórum leikmönnum liðsins sem fá ekki að fara í æfingaferðina en alls fara 24 leikmenn með í æfingaferðina.

Berg tók við þjálfun liðsins s.l. haust og bjargaði hann liðinu frá falli á lokasprettinum. Viktor Bjarki lék með KR s.l. sumar en hann var í láni frá Lilleström. Samningur hans við Lilleström rennur út í lok leiktíðarinnar sem hefst í mars.

Henning Berg vill að leikmennirnir reyna að koma sér að hjá öðrum liðum og telur hann enga þörf fyrir Viktor hjá liðinu. 

Viktor, sem er 26 ára sóknarmaður, lék áður með Víkingi R. og var kjörinn leikmaður ársins í úrvalsdeildinni 2006. Hann gekk síðan til liðs við Lilleström en fékk ekki tækifæri með liðinu sínu fyrsta tímabili og missti reyndar af stórum hluta þess vegna meiðsla.

Viktor lék með Utrecht og TOP Oss í Hollandi frá 2002 til 2004 en síðan með Víkingi 2004, Fylki 2005 og Víkingi 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert