Bjarki Freyr Guðmundsson, sem varði mark Þróttar R. í úrvalsdeildinni í knattspyrnu síðasta sumar og gekk til liðs við Víking R. á dögunum, er nú í Noregi og æfir þar með 2. deildarliðinu Flöy, með samning í huga.
Á vef Flöy kemur fram að Bjarki muni spila með liðinu í hraðmóti um helgina, til að sýna sig og sanna. Hann eigi ekki langt að sækja markmannshæfileikana því frændi hans sé Bjarni Sigurðsson, sem um árabil hafi verið besti markvörður Noregs. Þá hafi Bjarki á sínum tíma spilað með núverandi leikmanni Flöy, Jóhannesi Harðarsyni, með liði Akraness.
Svo kann því að fara að þrír íslenskir leikmenn leiki með Flöy á komandi tímabili en Óli Stefán Flóventsson, Grindvíkingurinn í liði Fjölnis, er með samningstilboð frá félaginu.