Barcelona vann í kvöld enn einn sigurinn í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu og lagði nú Sporting Gijon að velli á Camp Nou, 3:1. Eiður Smári Guðjohnsen kom inná sem varamaður hjá Barcelona eftir 84 mínútna leik.
Barcelona er með 59 stig á toppnum og Real Madrid er í öðru sætinu með 47 stig.
Samuel Eto'o kom Barcelona í 2:0 með tveimur mörkum í fyrri hálfleik og Dani Alves bætti þriðja markinu við en Mateo minnkaði muninn fyrir Sporting.
Lið Barcelona: Valdés, Alves, Puyol, Cáceres, Abidal, Sergio B., Xavi, Iniesta, Eto'o, Henry, Messi.
Varamenn: Jorquera, Eiður Smári, Bojan, Sylvinho, Sánchez, Hleb, Touré.