Ólafur Jóhannesson hefur nú stjórnað íslenska landsliðinu í knattspyrnu í 14 leikjum eftir sigurinn á Liechteinstein á La Manga á Spáni í dag.
Ólafur tók við þjálfun landsliðsins af Eyjólfi Sverrissyni í nóvember 2007 og fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn var gegn Dönum á Parken í nóvember 2007 þar sem Danir höfðu betur, 3:0. Í leikjunum 14 sem Ólafur hefur stýrt landsliðinu hafa Íslendingar unnið 6 leiki, tapað 6 og gert 2 jafntefli.
Sigurleikirnir:
3:0 Færeyjar
2:1 Slóvakía
1:0 Malta
2:0 Armenía
1:0 Makedónía
2:0 Liechtenstein
Tapleikirnir:
3:0 Danmörk
1:0 Wales
2:0 Hvíta-Rússland
1:0 Malta
2:1 Skotland
2:0 Holland
Jafnteflin:
1:1 Azerbaídsjan
2:2 Noregur