Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts í Skotlandi, skoraði mark liðsins í 1:1 jafntefli gegn St. Mirren í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Mark Eggerts kom á 78 mínútu leiksins, en Andy Dorman jafnaði á 90. mínútu fyrir gestaliðið og neitaði Eggerti um sigurmarkið. Hearts er þá í þriðja sæti skosku deildarinnar með 42 stig, tveimur stigum betur en Dundee United sem er í 4. sæti. Rangers er efst með 57, en Celtic er í öðru sæti með 56 stig.