Bandarískt mark í blálokin

ISif Atladóttir í baráttuninni í leiknum við Bandaríkin í dag.
ISif Atladóttir í baráttuninni í leiknum við Bandaríkin í dag. Carlos Brito/Algarvephotopress

Íslenska kvennalandsliðið tapaði naumlega, 1:0, fyrir því bandaríska í Algarve-bikarnum í dag og kom markið á 90. mínútu leiksins. Nokkur vindur var og setti hann sinn svip á leikinn. Íslenska liði barðist mjög vel á móti sterkasta liði heims, en varð að jata sig sigrað á lokamínútunum. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Umfjöllun og viðtöl um leikinn verður að finna á íþróttasíðum Morgunblaðsins á morgun, laugardag. 

Næsti leikur Íslands er gegn Dönum á mánudaginn en Danir lögðu Norðmenn 2.0 í dag. Bandaríkin eru í efsta sæti með 6 stig, Ísland er með 3 stig líkt og Danmörk, Noregur er í neðsta sæti án stiga. 

90+ Leik lokið!

90+ Skipting. Erla Steina Arnardóttir kemur inn fyrir Dóru Maríu Stefánsdóttur. Tveimur mínútum bætt við.

90. MARK! Bandaríkin komast yfir á 90. mínútu. Natasha Kai fékk sendingu inn fyrir vörnina, tók boltann niður á brjóstið, vippaði yfir varnarmann og skaut viðstöðulausu skoti í markið.

89. Bandaríkin fengu aukaspyrnu hægra megin og náðu skalla að marki eftir fyrirgjöfina, en framhjá.

Íslenska liðið vildi fá vítaspyrnu á 73. mínútu, töldu að boltinn hafi verið handleikinn innan teigs. Þýski dómarinn dæmdi ekkert.

85. Rakel á fínt skot að marki en markvörðurinn ver. Nokkuð dregið af íslenska liðinu enda baráttan búin að vera mikil og spurning hvort þær haldi út á móti bandaríska liðinu.

80. Rakel alveg við að komast inn fyrir en varnarmaður bjargaði á síðustu stundu.

75. Íslenska liði fór í sókn eftir aukaspyrnuna og fékk þokkalegt færi og horn upp úr því.  Margrét Lára komst í gegn en varnarmaður náði að bjarga í horn og síðan varði markvörðurinn skot frá Dóru Maríu.

72. GULT Erna Björk Sigurðardóttir fær gult spjald fyrir rbrot á Chalupny. Bandaríkjamenn fengu aukaspyrnu á hættulegum stað en skotið fór í varnarvegginn og síðan átti Chalupny skot yfir markið.

70. Bandaríska liðið er nær stanslaust í sókn, en vörn Íslands er vel á verði og hætta við markið hefur ekki verið mikil. Bandaríkin hafa fengið 6 hornspyrnur í leiknum en Ísland 2. Bandaríska liði hefur átt átta skot að marki en Ísland 3.

64. Skipting. Rakel Hönnudóttir kemur inn fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur.

60. Bandaríska liðið sækir mun meira og var Guðbjörg að taka á honum stóra sínum til að verja skot frá Tarpley á 58. mínútu.

55. Edda átti fína sendingu í gegnum vítateiginn en enginn var þar til að taka við boltanum. Bandaríkjamenn fóru í sókn og uppskáru tvær hornspyrnur í röð, sem ekkert varð þó úr.

50. Bandaríkjamenn byrja með látum, eiga skot sem Guðbjörg ver vel og síðan sendingu inn fyrir vörnina en Guðbjörg kom alveg út á vítateigslínu og náði boltanum á undan sóknarmanni Bandaríkjanna.

46. Síðari hálfleikur hafinn. Bandaríkjamenn gera tvær breytingar á liði sínu. Heather O'Reilly kemur inn fyrir Anigie Woznuk og Lindsay Tarpley fyrir Tinu DiMartino.

„Það er fokið í stelpurnar sem telja sig ekki verri en þetta besta lið í heimi,“ sagði Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, sem er á staðnum. Hún sagði bandaríska liðið leika mjög gróft og stelpurnar væru ákveðnar í að taka vel á þeim í síðari hálfleik. Hún gaf lítið fyrir lýsingar bandaríkjamanna á vindinum, sagði þetta svona „Vesturbæjarrok“ og ekkert í líkingu við Skagarok.

45+ Kominn hálfleikur.

45. Komið fram í uppbótartíma og Katrín Ómarsdóttir var að koma inná fyrir Söru Björk

42. GULT Shannon Boxx fær gult spjald eftir brot á Söru Björk í miðjuhringnum. Hún fer af vell.

39. Sara Björk á gott skot af nokkru færi en markvörðurinn náði að verja vel.

36. Bandaríska liðið leikur nokkuð fast og á 34. mínútu var brotið illa á  Sif og þurfti hún að fara af velli. Í hennar stað kom Erna Björk Sigurðardóttir.

30. Sara Björk á skalla að marki, af nokkuð löngu færi. boltinn hoppar einu sinni og yfir markvörðinn og markið. Rodriguez átti fínt skot að marki á 26. mínútu, eftir góða sókn, en skrúfaði boltann rétt framhjá íslenska markinu. Carli Lloyd átti síðan neglu langt framhjá. Virðist vera að færast líf í leikinn því DiMartino á skot sem Guðbjörg varði. Fyrsta skot leiksins sem ratar á markið.

25. Allt í járnum ennþá. Besta lið heims nær ekki að skipuleggja sóknir sínar gegn sterkri vörn Íslands.

Danir munu vera komnir 1:0 yfir á móti Norðmönnum. Í A-riðli vann Svíþjóð Finnland 1:0 og Þjóðverjar unnu Kína 3:0.

20. Katrín átti skalla að marki eftir sendingu frá hægri, en yfir. Bandaríska liði hefur sótt nokkuð síðustu mínútur og fengið tvær hornspyrnur sem þeim tókst ekki að nýta.

15. Hólmfríður átti skot að marki á fjórtándu mínútu, en hátt yfir. Bandaríska vörnin á í nokkrum erfiðleikum með að hreinsa frá marki sínu á móti vindinum.

10. Íslenska liðið hefur fengið eina hornspyrnu til viðbótar, en boltinn fauk aftur fyrir markið.

6. Hvort lið hefur fengið eina hornspyrnu sem ekkert varð þó úr.

1. Þýski dómarinn hefur flautað til leiks. Íslendingar leika undan vindinum, sem er þó nokkur, en Bandaríkjamenn byrja með boltann.

Leikmenn eru að gera sig klára fyrir leikinn, en veður er kannski ekki eins og best verður á kostið og menn sjá venjulega fyrir sér þegar tapað er um Portúgal því það er talsvert hvasst, en sólin er þó farin að láta sjá sig og aðeins farið að hlýna, rétt um 15 gráðu hiti.

Dómarinn í leik Íslands og Bandaríkjanna er Bibiana Steinhaus frá Þýskalandi, en þar er hún atvinnudómari en hún varð fyrst kvenna þar í landi til að dæma í karladeildinni.

Danmörk og Noregur mætast á sama tíma í riðlinum.

Ein breyting er á byrjunarliði Íslands frá leiknum við Noreg, Sif Atladóttir kemur í stöðu hægri bakvarðar í stað  Ástu Árnadóttur. Bandaríska liðið gerir hins vegar fjórar breytingar á sínu liði frá leiknum við Danmörku.

Lið Íslands: Guðbjörg Gunnarsdóttir - Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir - Dóra María Lárusdóttir, Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir - Margrét Lára Viðarsdóttir.

Lið Bandaríkjanna: Nicole Barnhart - Rachel Buehler, Christie Rampone, Lori Chalupni, Heather Mitts - Shannon Boxx, Angela Hucles, Megan Rapione, Angie Woznuk- Tina DiMartino, Amy Rodriguez.

Dóra Stefánsdóttira fullri ferð í Portúgal.
Dóra Stefánsdóttira fullri ferð í Portúgal. Carlos Brito/Algarvephotopress
Sara Björk Gunnarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert