Fjögur af tólf liðum úrvalsdeildar karla í knattspyrnu fengu ekki staðfest þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2009 á fyrsta fundi leyfisráðs KSÍ sem haldinn var í dag, þriðjudag. Félögin eru Breiðablik, ÍBV, KR og Stjarnan og fengu þau vikufrest til að klára sín mál.
Sama er að segja um fjögur af tólf liðum 1. deildar karla en HK, KA, Víkingur R. og Haukar fengu líka vikufrest til að ganga frá sínum málum.
Sextán félög, átta úr hvorri deild, fengu hinsvegar staðfest þátttökuleyfi fyrir tímabilið 2009. Þau eru:
Úrvalsdeild: FH, Fjölnir, Fram, Fylkir, Grindavík, Keflavík, Valur, Þróttur R.
1. deild: Afturelding, Fjarðabyggð, ÍA, ÍR, Leiknir R., Selfoss, Víkingur Ó. og Þór.
Sjá nánar frétt KSÍ.