Ramos ekki rekinn þó hann tapi

Juande Ramos hefur engar áhyggjur af úrslitum leiksins gegn Liverpool …
Juande Ramos hefur engar áhyggjur af úrslitum leiksins gegn Liverpool í kvöld, hann segir starf sitt öruggt hvernig sem fari. Reuters

Juande Ramos, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir framtíð sína ekki velta á leiknum við Liverpool í Meistaradeild Evrópu, en Real dugir ekkert annað en sigur á Anfield í kvöld, þar sem Liverpool vann fyrri leikinn 1:0.

Ljóst er að Real Madrid á erfitt verkefni fyrir höndum í 16-liða úrslitunum, enda komust þeir lítið áleiðis gegn sterkri vörn Liverpool í fyrri leik liðanna. Real hefur ekki komist í 8-liða úrslit meistaradeildarinnar síðastliðin þrjú ár og þurfa því á öllu sínu að halda.

Ramos segir framtíð sína þó ekki velta á leiknum í kvöld.

„Ég á enn þrjá og hálfan mánuð eftir af samningi mínum og líður bara vel með það. Þetta er mál sem ég mun ræða við félagið í júní, en hvort sem við vinnum eða töpum í kvöld, hefur það ekki áhrif á samning minn,“ sagði Ramos, en tíð stjóraskipti virðist vera reglan hjá Real fremur en undantekningin, þar sem krafan er ætíð sigur í öllum keppnum. Real virðist hinsvegar líklegt til að enda leiktíðina án bikara þetta árið, en hafa ber í huga að Ramos tók aðeins við liðinu í janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert