Spilar með KR að öllu óbreyttu

Baldur í leik með Keflavík árið 2007.
Baldur í leik með Keflavík árið 2007. Morgunblaðið/ Sverrir Vilhelmsson

Knattspyrnumaðurinn Baldur Sigurðsson, sem síðast lék með Bryne í norsku 1. deildinni, fer til Svíþjóðar í dag til að skoða aðstæður hjá Ljungskile, sem leikur í næst efstu deild, en þjálfari liðsins er Íslendingurinn Guðmundur Ingi Magnússon. Gangi þau félagaskipti ekki eftir, mun Baldur spila með KR-ingum í sumar.

„Ég komst að samkomulagi við Bryne um að segja upp samningnum mínum þar. Þeir vildu halda mér, en sögðust einfaldlega ekki hafa efni á að borga mér laun. Þeir buðu mér launalækkun, en ég gat ekki fallist á hana. Í kjölfarið höfðu KR, Keflavík, Valur, FH og Fjölnir samband við mig og eftir að hafa talað við alla þjálfarana ákvað ég að velja KR,“ sagði Baldur í gær.

Nánar er rætt við Baldur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert