„Mismunandi ástæður“

Úr Landsbankadeildinni í fyrrasumar.
Úr Landsbankadeildinni í fyrrasumar. Mogunblaðið/Golli

„Nei, ég má ekki segja þér hvað það er sem vantar uppá hjá félögunum til að þau fái þátttökuleyfi,“ sagði Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri Knattspyrnusambands Íslands, spurður um hvort hann gæti upplýst um hvers vegna fjögur úrvalsdeildarlið í knattspyrnu hefðu ekki fengið þátttökuleyfi á fundi leyfisráðs á þriðjudaginn.

Það voru Breiðablik, KR, Stjarnan og ÍBV. Leyfisráð hélt sinn fyrsta fund á þriðjudaginn og fór þá yfir umsóknir 24 félaga um þáttökuleyfi fyrir komandi keppnistímabil. Gefin voru út leyfi til 16 félaga, 8 í efstu deild og 8 í fyrstu deild, en fjögur úr hvorri deild fengu viku frest til að ganga frá sínum málum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert