Ólafur velur átta nýliða

Matthías Vilhjálmsson FH er einn af nýliðunum í landsliðinu, en …
Matthías Vilhjálmsson FH er einn af nýliðunum í landsliðinu, en það er ekki á hverjum degi sem ísfirðingar geta státað af því að eiga landsliðsmann í knattspyrnu. Matthías sést hér í baráttu gegn Nigel Reo-Coker hjá Aston Villa. mbl.is

Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt 18 manna landsliðshóp Íslands í knattspyrnu sem mætir frændum vorum Færeyingum í vináttulandsleik í Kórnum í Kópavogi þann 22. mars næstkomandi. Átta nýliðar eru í hópnum, sem telur 13 „heimamenn“ , eða leikmenn sem leika á Íslandi.

Nýliðarnir eru þeir Matthías Vilhjálmsson, Óskar Örn Hauksson, Rúrik Gíslason, Guðjón Baldvinsson, Guðmundur Kristjánsson, Gunnar Már Guðmundsson, Guðjón Árni Antoníusson, og Þórður Ingason.

Athygli vekur að leikreyndasti maður liðsins er Bjarni Ólafur Eiríksson, sem hefur leikið 11 A-landsleiki.

Hópurinn er skipaður eftirfarandi leikmönnum: 

Markmenn:
Stefán Logi Magnússon (KR)
Þórður Ingason (Fjölnir)

Varnarmenn:
Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Atli Sveinn Þórarinsson (Valur)
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (FH)
Guðmundur Reynir Gunnarsson (GAIS)
Guðjón Árni Antoníusson (Keflavík)

Miðjumenn:
Davíð Þór Viðarsson (FH)
Jónas Guðni Sævarsson (KR)
Eyjólfur Héðinsson (GAIS)
Matthías Guðmundsson (FH)
Jóhann Berg Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik)
Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)

Sóknarmenn:
Guðjón Baldvinsson (GAIS)
Matthías Vilhjálmsson (FH)
Óskar Örn Hauksson (KR)
Rúrik Gíslason (Viborg)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka