Breiðablik lagði Fjölni

Marel Baldvinsson í leik með Blikum í sumar.
Marel Baldvinsson í leik með Blikum í sumar. Morgunblaiðið /Árni Sæberg

Breiðablik lagði Fjölni í riðli eitt í Lengjubikarnum í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Komust Blikar því í þriðja sæti riðilsins, með fjögur stig.

Vorbragur var yfir leiknum, en Blikar gerðu þó heiðarlegri tilraunir til að spila boltanum á milli sín. Það var Arnór Sveinn Aðalsteinsson sem skoraði sigurmarkið á 57. mínútu, eftir sendingu utan af kanti.

Valsmenn eru efstir í riðlinum með sjö stig, Fjölnir kemur næst með sex en Blikar eru sem fyrr segir í þriðja sæti með fjögur stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert