Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson, leikmaður ítalska liðsins Reggina, vonast til verða orðinn góður af meiðslum í læri í tæka tíð fyrir landsleikinn á móti Skotum á Hampden Park hinn 1.apríl en Emil hefur ekkert getað æft síðustu tvær vikurnar vegna meiðslanna.
,,Ég byrja að æfa á næstu dögum og ég vona svo sannarlega að ég geti verið með á móti Skotunum,“ sagði Emil í samtali við Morgunblaðið í gær.
,,Það er erfitt að segja. Ég var nánast öruggur um að komast í burtu í janúarglugganum en þegar upp var staðið var mér ekki leyft að fara sem kom mér gríðarlega á óvart. Staðan er óbreytt. Ég stefni að því að komast frá Reggina í sumar og vonandi gengur það eftir því þetta gengur ekki. Ég ætlaði mér meira en þetta á tímabilinu en svona getur fótboltinn verið,“ sagði Emil.