Eyjamenn sigruðu Skagamenn 3:1

Úr leik ÍBV og Stjörnunnar í sumar.
Úr leik ÍBV og Stjörnunnar í sumar. Morgunblaðið/ Sverrir

ÍBV vann góðan sigur á ÍA í fjórða riðli A-deildar Lengjubikarsins í kvöld, en leikið var í Akraneshöllinni uppi á Skaga. Leikar fóru 3:1 í leik þar sem Eyjamenn hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk.

ÍBV byrjaði leikinn vel. Bolvíkingurinn knái, Pétur Runólfsson, skoraði fyrsta mark leiksins strax á 4. mínútu, beint úr aukaspyrnu. Viðar Örn Kjartansson skoraði síðan aðeins fjórum mínútum síðar og kom ÍBV í 2:0. Gauti Þorvarðarson kom Eyjamönnum síðan í 3:0 á 62. mínútu, áður en Andri Júlíusson minnkaði muninn á 76. mínútu fyrir Skagamenn.

ÍBV voru mun betri aðilinn í leiknum og Elías Ingi Árnason brenndi til dæmis af vítaspyrnu í stöðunni 3:0.

Eyjamenn lyfta sér því af botninum með sínum fyrstu stigum, en Skagamenn eru neðstir án stiga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert