Fyrsti titill Margrétar Láru með Linköping

Margrét Lára í leik gegn Kína á Algarve-mótinu á dögunum.
Margrét Lára í leik gegn Kína á Algarve-mótinu á dögunum. mbl.is

Linköping, lið knattspyrnukonunnar Margrétar Láru Viðarsdóttur, hafði betur gegn Umeå í dag í Ofurbikarnum, árlegum leik ríkjandi Svíþjóðarmeistara og bikarmeistara. Jessica Landström gerði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Þar með endurtók sagan sig frá því að liðin mættust í bikarúrslitaleiknum á síðasta ári því þá vann Linköping einnig 1:0 sigur. Umeå hafði hins vegar betur í deildakeppninni og endaði fjórum stigum fyrir ofan Linköping sem varð í öðru sæti.

Margrét Lára var á varamannabekk Linköping í dag en kom inná þegar um fimm mínútur voru eftir. Með sigrinum í dag hefur Eyjamærin landað sínum fyrsta titli með Linköping en hún gekk í raðir liðsins í vetur.

Keppni í sænsku deildinni hefst á miðvikudag en fyrsti leikur Linköping er þó ekki fyrr en fimmtudaginn 2. apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert