„Möguleikarnir fyrir hendi“

Ólafur Jóhannesson eygir möguleikann á öðru sæti riðilsins.
Ólafur Jóhannesson eygir möguleikann á öðru sæti riðilsins. mbl.is/ Domenic Aquilina

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, segir liðið eiga góða möguleika á að koma sér vel fyrir í riðlinum nái það hagstæðum úrslitum gegn Skotum þann  í undankeppni HM þann 1. apríl, þegar liðin mætast á Hampden Park.

„Holland er efst með níu stig í riðlinum og spilar gegn Skotum þann 29. mars. Vinni Holland þann leik, eru þeir svo gott sem búnir að tryggja sér efsta sætið, og þá gæti baráttan staðið milli okkar og Skota um annað sætið. Möguleikarnir eru vissulega fyrir hendi, en það þarf auðvitað allt að ganga upp til að það gerist og í raun þarf andskoti mikið að ganga upp til að það gerist,“ sagði Ólafur.

Efstu lið hvers riðils fara sjálfkrafa í lokakeppni HM, en þau átta lið sem bestum árangri ná í öðru sæti síns riðils fara í umspil um fjögur aukasæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert