Segir Zlatan mega fara ef hann vilji

Zlatan í búningi sænska landsliðsins.
Zlatan í búningi sænska landsliðsins. Reuters

Massimo Moratti, forseti Inter, sagði í dag að ef félaginu byðist álitleg upphæð fyrir sænska markahrókinn Zlatan Ibrahimovic, mætti hann fara frá félaginu, kysi hann svo. Orðrómur er uppi um að Zlatan sé óánægður hjá félaginu, sökum lélegs árangurs í Meistaradeildinni.

„Allir hafa verð. Ef hann ákveður að fara, fær hann líka sinn verðmiða. En kannski vinnur Inter Meistaradeildina ef hann fer. Í lífinu tekur maður stundum ákvarðanir sem maður sér eftir. En ég viðurkenni, að ég á erfitt að ímynda mér Inter án Zlatans,“ sagði Moratti.

Bæði Real Madrid og Barcelona eru sögð áhugasöm um leikmanninn, en hann hefur gert 19 mörk á Ítalíu í vetur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert