Ármann og Birkir í landsliðshópinn

Ármann Smári Björnsson í leik með landsliðinu.
Ármann Smári Björnsson í leik með landsliðinu. mbl.is/Golli

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu valdi í morgun Ármann Smára Björnsson úr Brann og Birki Bjarnason úr Viking í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Skotum í undankeppni HM sem fram fer í Glasgow í næstu viku. Þeir koma í staðinn fyrir Heiðar Helguson og Birki Má Sævarsson sem eru meiddir.

Ármann Smári hefur spilað fimm leiki með íslenska A-landsliðinu og hefur í þeim skoraði eitt mark, gegn Norður-Írum í 2:1 sigri á Laugardalsvelli í september 2007. Birkir er hins vegar nýliði en hefur átt fast sæti í U21 ára liðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert