Grindvíkingar vígðu nýtt fjölnota íþróttahús

Hópið nýja fjölnota íþróttahúsið í Grindavík.
Hópið nýja fjölnota íþróttahúsið í Grindavík. www.grindavik.is

Fjölmenni var við vígslu fjölnota íþróttahúsins í Grindavík í dag en gestir voru nokkuð hundruð talsins. Húsið gjörbyltir allri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Grindavík og býður upp á æfingaaðstöðu fyrir fleiri íþróttagreinar og almenningsíþróttir.

Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins
Grindarinnar hf, sem sá um smíði hússins, afhenti Garðari Páli Vignissyni, forseta bæjarstjórnar, lyklavöldin að húsinu.

Efnt var til samkeppni um nafn á húsinu og tilkynnti Garðar við vígsluna að nafnið Hópið varð fyrir valinu en það hefur skírskotun til sögu Grindavíkur. Þá vígði Garðar formlega húsið með því að taka vítaspyrnu af miklu öryggi.

Gylfi Orrason, varaformaður KSÍ, flutti einnig ávarp og óskaði Grindavíkingum innilega til hamingju með þetta glæsilega hús. Þá afhenti hann knattspyrnudeild UMFG bolta að gjöf fyrir eldri iðkendur
og tók Þorsteinn Gunnarsson, formaður deildarinnar, við þeim. Þá blessaði séra Sigfús B. Ingvason húsið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert