Kris Commons verður ekki með skoska landsliðinu þegar það mætir Íslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á Hampden Park á miðvikudag. Commons glímir við meiðsli í kálfa og gat af þeim sökum ekki verið með Skotum gegn Hollendingum á laugardaginn. Vonir stóðu til þess að hann næði leiknum gegn Íslendingum en í morgun varð ljóst að þær vonir eru að engu orðnar.
Fjarvera Commons eykur enn á vanda George Burley, landsliðsþjálfara Skota fyrir leikinn á miðvikudag. Margir leikmenn skoska landsliðsins eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla um þessar mundir. Í síðustu viku væri nær daglegar fréttir að leikmönnum sem heltust úr lestinni.