„Eigum ágæta möguleika“

Íslenska landsliðið í knattspyrnu á æfingu Pétur Pétursson og Ólafur …
Íslenska landsliðið í knattspyrnu á æfingu Pétur Pétursson og Ólafur Jóhannesson mbl.is

Íslenska landsliðið í knattspyrnu hóf undirbúninginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Skotum í gær en þjóðirnar mætast í undankeppni heimsmeistaramótsins á Hampden Park í Glasgow á miðvikudagskvöldið.

Landsliðshópurinn kom saman í Glasgow síðdegis í gær og æfði einu sinni. Engin frekari forföll hafa orðið á hópnum en sem kunnugt er heltust Brynjar Björn Gunnarsson, Heiðar Helguson og Birkir Már Sævarsson úr lestinni í upphaflega hópnum sem Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi vegna meiðsla en í þeirra stað komu Ármann Smári Björnsson, Birkir Bjarnason og Davíð Þór Viðarsson inn í hópinn.

Ólafur Jóhannesson og aðstoðarmaður hans, Pétur Pétursson, sáu Skota tapa 3:0 fyrir Hollendingum í Amsterdam á laugardagskvöldið en þar kortlögðu þeir skoska liðið. Úrslitin á Amsterdan Arena-vellinum gerðu það að verkum að Íslendingar eru í öðru sæti í riðlinum á eftir Hollendingum. Ísland og Skotland hafa fjögur stig en markatala íslenska liðsins er betri. Hollendingar eru hins vegar langefstir, hafa 12 stig eða fullt hús stiga.

,,Hollendingar voru miklu betri og úrslitin fyllilega sanngjörn. Reyndar fengu Skotar gott færi í byrjun og löglegt mark var dæmt af þeim í stöðunni 2:0,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið í gær.

Eftir að hafa séð til skoska liðsins. Hverja telur þú möguleika okkar í leiknum á miðvikudaginn?

,,Við eigum ágæta möguleika en auðvitað þarf ansi margt að ganga upp hjá okkur svo að sigur eigi að vinnast.

Ég hafði það á tilfinningunni að Skotarnir hefðu enga trú á að þeir fengju eitthvað út úr leiknum á móti Hollendingum og innst inni held ég að leikmenn Skota hafi verið með hugann við leikinn á móti okkur,“ sagði Ólafur.

Nánar er rætt við Ólaf í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka