Dóra frá keppni í nokkrar vikur

Dóra Stefánsdóttir t.v. í leik með íslenska landsliðinu gegn Kínverjum …
Dóra Stefánsdóttir t.v. í leik með íslenska landsliðinu gegn Kínverjum í Portúgal fyrir skömmu. Algarvephotopress

Dóra Stefánsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður sænska liðsins LdBFC frá Malmö gæti orðið frá æfingum og keppni næstu sex vikurnar. Hún fékk þungt högg á hné í æfingaleik fyrir hálfum mánuði. Við rannsókn í dag kom í ljós að sinarfesta var rifin og innra liðbandið í hnénu er tognað.

Dóra missti af fyrsta leik Malmö í sænsku úrvalsdeildinni vegna meiðslanna síðasta laugardag. Læknar munu ekki vera bjartsýnir á að hún leiki næstu vikurnar. Þar með er litlar líkur fyrir því að Dóra geti leikið með íslenska landsliðinu þegar það mætir Hollendingum í vináttulandsleik í Kórnum í Kópavogi 25. apríl nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert