Ef tekið er mark á veðbönkum í Bretlandi, mun íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu ekki ríða feitum hesti frá viðureign þess gegn Skotum á morgun, en sigurlíkur liðsins eru aðeins 17,54%.
Skotar hafa leikið þrjá leiki í undankeppni HM: Tapað einum, sigrað einn og gert eitt jafntefli. Ísland hefur leikið fjóra leiki: Tapað tveimur, sigrað einn og gert eitt jafntefli.
Líkurnar á sigri Skota hafa því verið reiknaðar út og er stuðullinn 1.54, eða 64,94%
Líkurnar á jafntefli eru 28,57% en líkurnar á sigri Íslands í leiknum eru sagðar 17,54% sem áður segir.
Hvort íslenska liðið taki mark á slíkum spám er þó óvíst, enda getur allt gerst á knattspyrnuvellinum, hvað sem veðbankarnir segja.