Verður sjálfsagt einhver höfuðverkur

Ólafur Jóhannesson glímir við meiðsli í leikmannahóp sínum.
Ólafur Jóhannesson glímir við meiðsli í leikmannahóp sínum. Morgunblaðið/Kristinn

„Þetta hefur bara gengið vel hjá okkur, við vorum með tvær æfingar í dag og það komust allir heilir frá þeim þannig að það hafa ekki orðið frekari forföll,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu eftir síðari æfingu landsliðsins í Glasgow í gær. Íslenska landsliðið mætir Skotum á Hampden Park á morgun og hefst leikurinn klukkan 19 að íslenskum tíma.

Ólafur sagði alla leikmenn sína tilbúna í slaginn fyrir þennan mikilvæga leik í undankeppni HM 2010. Mikið hefur verið rætt um forföll hjá skoska liðinu síðustu daga en Ólafur þarf að leggja höfuðið í bleyti þegar hann ákveður endanlega hvernig liðið verður skipað er flautað verður til leiks á morgun.

Nánar er rætt við Ólaf í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert