Ferguson og McGregor reknir úr skoska landsliðinu

Barry Ferguson í baráttunni.
Barry Ferguson í baráttunni. AP

Það var ljóst núna í morgunsárið að hvorki fyrirliðinn Barry Ferguson né markvörðurinn Allan McGregor verða í skoska liðinu sem mætir Íslendingum á Hampden Park í kvöld. George Burley, landsliðsþjálfari Skota, rak þá úr liðinu í morgun.

Burley mun, samkvæmt fréttum hér í Skotlandi, hafa fengið meira en nóg af agabrotum leikmanna og steininn hafi tekið úr þegar hann komst að því að þeir Ferguson og McGregor hafi fengið sé fullmikið neðan í því eftir leikinn við Hollendinga á miðvikudaginn.

Skoska sambandið staðfesti að þeir félagar hefðu verið látnir yfirgefa hótelið sem liðið gistir á, en sagði að allir leikmenn væru einbeittir að því að sigra í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka