Skoska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að þeir félagar hjá Rangars, Barry Ferguson og Allan McGregor, myndu aldrei verða valdir í skoska landsliðið. Þeir eru sem sagt komnir í ævilangt bann.
Þeir félagar voru helst til lengi við drykkju eftir leik Skota við Hollendinga um síðustu helgi og voru settir út úr landsliðshópnum á móti Íslendingum en síðan teknir í sátt aftur og voru á bekknum.
Áhorfendur voru greinilega ekki með neina samúð með þeim og púuðu hraustlega þegar þeir voru kynntir til sögunnar.
Glasgow Rangers hefur einnig sett þá félaga í tveggja vikna bann án þess þeir fái laun og Ferguson verður ekki áfram fyrirliði liðsins.