Beckenbauer: Versti fótbolti í sögu Bayern München

Bastian Schweinsteiger og Andreas Ottl ganga niðurlútir af leikvelli á …
Bastian Schweinsteiger og Andreas Ottl ganga niðurlútir af leikvelli á Nou Camp í kvöld. Reuters

Franz Beckenbauer forseti þýska meistaraliðsins Bayern München sagði eftir skellinn gegn Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld verstu stund í sögu félagsins. Börsungar tóku Bæjara gjörsamlega í karphúsið og sigruðu 4:0 en öll mörkin komu í fyrri hálfleik.

,,Það sem ég sá í fyrri hálfleik er án alls vafa versti fótbolti í sögu Bayern München. Þetta var niðurlæging og Barcelona tók okkur gjörsamlega í kennslustund í fótboltafræðunum,“ sagði Beckenbauer en Bayern München tapaði 5:1 gegn Wolfsburg í þýsku 1. deildinni um síðustu helgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert