Portúgalski landsliðsmaðurinn Pepe sem leikur með Real Madrid gæti átt yfir höfði sér langt keppnisbann vegna atviks sem átti sér stað í leik liðsins gegn Getafe í spænsku knattspyrnunni í gær.
Dæmd var vítaspyrna á Pepe á 86. mínútu í grannaslagnum og var Pepe allt annað en ánægður.
Myndband af atvikinu.
Pepe sparkaði boltanum í burtu og virðist síðan sparka tvívegis í Francisco Casquero fyrirliða Getafe sem lá í vítateignum eftir brotið.
Real Madrid sigraði 3:2 en það er allt eins líklegt að Pepe fái þriggja leikja bann en forseti Getafe telur að leikmaðurinn eigi að fá allt að 10 leikja keppnisbann.
Pepe baðst afsökunar á framferði sínu eftir leikinn.
Hægt er að skoða myndband af atvikinu á youtube vefnum.