Pepsideildin í karla- og kvennaflokki

mbl.is/hag

Ölgerðin verður styrktaraðili úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnunni næstu þrjú keppnistímabil en í dag var undirritaður samningur þess efnis í höfuðstöðvum KSÍ. Nafn hvorrar deildar um sig verður Pepsideildin.

Samningurinn gildir út árið 2011 og það er Sport-Five, sem er með útsendingarréttinn í deildunum, sem er samningsaðili við Ölgerðina fyrir hönd KSÍ.

Fulltrúar Íslandsmeistaraliðanna í karla- og kvennaflokki, FH og Vals, afhjúpuðu merki deildarinnar á kynningarfundi nú síðdegis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka