U19 ára landslið kvenna í lokakeppni EM

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði markið mikilvæga sem tryggði …
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði markið mikilvæga sem tryggði Íslandi keppnisrétt á EM 19 ára landsliða í sumar. mbl.is

Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tryggði sér í morgun farseðilinn í lokakeppni Evrópumeistaramótsins sem fram fer í sumar þegar það gerði jafntefli, 2:2, við Pólverja í lokaleik riðlakeppninnar. Íslenska liðið hafnaði þar með í efsta sæti riðilsins, með jafn mörg stig og Svíar, en hagstæðari markatölu.

Það blés ekki byrlega fyrir íslenska liðinu gegn Pólverjum í morgun þegar það lenti 2:0 undir eftir 65 mínútna leik. Thelma Björk Einarsdóttir minnkaði muninn í eitt mark á 69. mínútu. Þremur mínútum fyrir leikslok jafnaði Berglind Björg Þorvaldsdóttir metin, 2:2. Jafntefli nægði íslenska liðinu til þess að komast áfram. 

Áður hafði Ísland gert markalaust jafntefli við Svía og unnið Dani, 3:2.

Lokakeppni Evrópumóts 19 ára landsliða fer fram í Hvíta-Rússlandi 13. - 25. júlí í sumar. Átta þjóðir senda lið þangað til leiks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert