Hamburger SV vann í kvöld góðan sigur á nágrönnum sínum Werder Bremen, 1:0, í fyrri undanúrslitaleik þýsku liðanna í UEFA-bikarnum í knattspyrnu en hann fór fram í Bremen.
Piotr Trochowski skoraði sigurmark Hamborgarliðsins á 28. mínútu og það stendur nú vel að vígi fyrir síðari viðureignina á sínum heimavelli.
Úkraínsku liðin Dynamo Kiev og Shakhtar Donetsk skildu jöfn, 1:1, í hinum undanúrslitaleiknum fyrr í kvöld.