Lækkað miðaverð í Pepsi-deildinni

Stuðningsmenn FH fagna Íslandsmeistaratitli sinna manna í Árbænum í fyrra.
Stuðningsmenn FH fagna Íslandsmeistaratitli sinna manna í Árbænum í fyrra. mbl.is/hag

Miðaverð á leiki í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, hefur verið lækkað frá því á síðustu leiktíð. Miðaverðið í ár verður 1.200 krónur og 1.000 krónur á netinu en í fyrra var miðaverðið 1.500 kr. og 1.200 krónur á netinu.

Félögin í Pepsi-deildinni sjá um selja miða á netinu en að sögn Þóris Hákonarsonar framkvæmdastjóra KSÍ er útlit fyrir að færri lið verði með miða til sölu á netinu heldur á síðustu leiktíð.

Keppni í Pepsi-deild karla hefst á sunnudaginn en þá verða fimm leikir:

17.15 KR - Fjölnir
19.15 Fram - ÍBV
19.15 Fylkir - Valur
19.15 Breiðablik - Þróttur
19.15 Stjarnan - Grindavík

1. umferðinni lýkur svo á mánudagskvöldið þegar Íslandsmeistarar FH-inga sækja Keflavíkinga heim en liðin börðust grimmilega um titilinn í fyrra.

Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst á laugardag og í 1. umferðinni leika:

14.00 Keflavík - Fylkir
14.00 KR - Valur
14.00 Breiðablik - Þór/KA
14.00 Afturelding/Fjölnir - Stjarnan
14.00 ÍR - GRV

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert